JÆJA ÞÁ, VARSTU NÚ AÐ KAUPA ÞÉR FROSNA MANDI PIZZU OG VEIST AUÐVITAÐ EKKERT HVERNIG ÞÚ ÁTT AÐ BERA ÞIG AÐ. ÖRVÆNTU EKKI, INNI Á ÞESSARI MERKU SÍÐU FÆRÐU VONANDI ALLAR ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM ÞÚ ÞARFT TIL AÐ ELDA ÞÉR DÝRINDIS MANDI PIZZU.
VIÐ BYRJUM Á ÞVÍ VERKEFNI AÐ HITA OFNINN Í 180° GRÁÐUR.
ÞAÐ FER SVOLÍTIÐ EFTIR HVERJUM OFNI FYRIR SIG OG GETUR T.D. MARGHERITA PIZZA TEKIÐ UM 10 MÍNÚTUR EN FYRIR KJÚKLINGA, LAMBA EÐA PEPPERONI PIZZU ÞÁ ERUM VIÐ AÐ HORFA Á 12 - 15 MÍNÚTUR.
VIÐ SKULUM OPNA KASSANN OG TAKA PIZZUNA ÚR PAKKNINGUNNI, ÞVÍ NÆST TÖKUM VIÐ PIZZUNA ÚR PLASTHLÍFINNI OG SETJUM Í OFNINN ÞEGAR HANN HEFUR NÁÐ KJÖRHITA. VIÐ STILLUM TÍMAN Á 10 - 12 MÍNÚTUR OG STÖRUM SVO INN Í OFNINN NÆSTU MÍNÚTUR OG HUGSUM UM ALLT ÞAÐ SKRÍTNA Í HEIMINUM.
VISSIR ÞÚ TIL DÆMIS AÐ MEÐAL MANNESKJAN ER 12 MÍNÚTUR AÐ HLAUPA 1,6 KÍLÓMETRA, Þ.E. UM EINA HEILA MÍLU. VARAST BER AÐ RUGLAST Á LANDMÍLU OG SJÓMÍLU, SJÓMÍLAN ER NEFNILEGA 1,85 KÍLÓMETER.
ÞEGAR ELDUNARTÍMI ER LIÐINN OG PIZZAN ER FARIN AÐ LÍTA VEL ÚT OG OSTURINN FARINN AÐ BRÚNAST EILÍTIÐ ÞÁ SKALTU TAKA PIZZUNA ÚR OFNINUM OG LEYFA HENNI AÐ JAFNA SIG Í NOKKRAR MÍNÚTUR. Á MEÐAN BEÐIÐ ER, ER TILVALIÐ AÐ SÆKJA DISKA OG PIZZASKERA.
SKERÐU PIZZUNA Í 4 TIL 8 SNEIÐAR. SKELLTU SNEIÐ EÐA SNEIÐUM Á DISK OG NJÓTTU.
BÓNUS PRO TIP: ÞAÐ ER TILVARIÐ AÐ SETJA FERSKT KLETTASALAT Á PIZZUNA OG BÆTA VIÐ VÆNUM SLURK AF MANDI SÓSUNUM TVEIMUR Á PIZZUNA ÁÐUR EN FARIÐ ER AÐ SLAFRA PIZZUNNI Í SIG.