Um Okkur

Saga

Mandi


Frá damascus til reykjavíkur:
saga af ástríðu, kærleika og matseld

Matseld er margbreytileg milli landa og matur tengist óneitanlega sterkum böndum við menningu og sögu hvers lands. Hin ýmsu hráefni hafa áhrif á skilningarvit okkar og geta auðveldlega vakið upp minningar með sætri angan eða ógleymanlegu bragði. Þegar farið er að heiman í langan tíma, hvort sem er í öðrum bæ eða landi, í fríi eða í viðskiptaferð, þá er matur þeim töfrum gæddur að geta minnt mann á góðar minningar um heimahagana. Á sama hátt getur matur borið mann yfir hafið til fjarlægra landa með bragðinu einu.

Uppskriftir, hráefni og matargerð fyrri tíma berast kynslóða á milli og standast tímans tönn með því að gæða rétti nútímans klassískum keim. Slík er sagan með Mandi, sýrlenskan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, í eigu Hlals Jarah og Iwonu konu hans. Þrátt fyrir að saga Mandi hefjist árið 2011, nær hún hugsanlega enn lengra aftur og teygir sig alla leið til unglingsára Hlal í Damascus í Sýrlandi. Faðir Hlal var annálaðaður fyrir einstaka hæfileika sína á sviði matargerðar og var eigandi veitingastaðar í hjarta Damascus. Hlal býr yfir mörgum hlýjum minningum frá þessum tíma og þegar hann var 13 ára hóf hann að læra eldamennsku hjá föður sínum. Þetta voru kaflaskil í lífi Hlal því þarna öðlaðist hann ómetanlega reynslu og færni af fáguðum matreiðsluaðferðum föður síns og smám saman áttaði hann sig á því að þetta væri hans dýrmæta arfleifð.

Hlal varði næstu sjö árum í að læra af föður sínum og lagði mikinn metnað og vinnu í að fullkomna matargerð sína. Þegar kom að því að yfirgefa Damaskus var Hlal um tvítugt og kunnátta hans í listinni að matreiða orðin á pari við færni föður hans, jafnvel ívið meiri.

Hann hélt áfram að þróa frækinn feril sinn sem matreiðslumaður í Sádí Arabíu og síðar í Dubai. Árið 2005 fékk hann boð um að koma til Íslands og og fluttist hann þá til Reykjavíkur. Koma hans til Íslands markaði upphaf að áhugaverðu ferðalagi í átt að stofnun Mandi. Saga Mandi hefst í sögufrægu húsi í Veltusundi við Ingólfstorg og lifir þar enn góðu lífi innan um hinar ýmsu kryddblöndur og hinni sívinsælu uppskrift að Shawarma sem Hlal lærði af föður sínum.

Hlal fylgir sýn föður síns og vill að Mandi sé fyrir alla. Mandi á að vera griðastaður sem gerir ekki upp á milli fólks, allir eru velkomnir og komið er fram við viðskiptavini af sömu virðingu og sanngirni. Hlal trúir því að með því að halda verðinu í algjöru lágmarki án þess að fórna gæðum við matreiðslu þá fáist fleiri og ánægðari viðskiptavinir og því mun hann alltaf kappkosta við að bjóða upp á besta verðið. Það er Mandi loforð !

 

X